AKUR 1970
Sverrir Gunnarsson (f. 18.08.1928, d. 23.12.2019) og Ólöf Fríða Gísladóttir (f. 30.11.1927) í Hrosshaga tóku þetta land á leigu og byggðu gróðurhús til að skapa atvinnu fyrir dætur sínar. Þar sem Sverrir mátti ekki vera skráður fyrir tveim lögbýlum var Gísli (f. 12.12.1951) sonur þeirra skráður stofnandi býlisins. Hann kom þó ekki mikið að starfseminni utan að vinna þar, aðallega í fríum frá öðru, um tíma.
Árið 1970 var byggt 600 m² gróðurhús og síðan aðstöðu-/starfsmannahús 1972. Frá 1970-1978 sinntu dætur Sverris garðyrkjunni að mestu, en höfðu aðsetur í Hrosshaga.
Árið 1978 fluttu þau Margrét (Maggý) Sverrisdóttir (f. 21.03.1957) frá Hrosshaga og S Helgi Guðmundsson (f. 25.06.1955) í aðstöðuhúsið. Stuttu síðar hófu þau byggingu íbúðarhúss, sem þau fluttu í 1980. Síðsumars það ár fékk saumastofan Strokkur til afnota um það bil helming hússins á móti þeim, en stofan var þarna til húsa í um það bil ár. Á Akri voru Maggý og Helgi síðan til 1. desember, 1984, þegar þau fluttu í Hrosshaga, en Sverrir og Fríða fluttu á Akur í þeirra stað.
Börn Helga og Maggýar eru: Þórey (f. 05.07.1979) býr í Hrosshaga, Ketill (f. 25.06.1981) býr í Reykjavík, Fríða (f. 03.09.1986) býr í Danmörku og Andri (f. 23.05.1988) sem býr í Kópavogi.
Sverrir og Fríða fluttu í staðinn í nýbyggt húsið á Akri um 1984. Þau bjuggu þar síðan til 1986, en þá höfðu þau byggt sér hús í Hrosshaga og fluttu þangað. Í þeirra stað fluttu dóttir þeirra, Ingibjörg (f.18.09.1963) og Hörður Gunnarsson (f. 11.10.1961) inn og tóku við rekstrinum, en þau fluttu síðan burt 1989. Þau skildu. Börn þeirra eru Nanna Dröfn (15.11.1980) og Gunnar Þórbergur (f. 25.01.1985).
Eftir þetta keyptu Reynir Pálsson (f.15.08.1941) og Maria kona hans býlið. Þau hjón stöldruðu stutt við og fluttu frá Akri til Danmerkur um tveim árum síðar.
Þá komu til sögunnar þau Þórður Guðjón Halldórsson (f. 10.07.1955) og Karólína (Kalla) Gunnarsdóttir (f.22.10.1958) og þau stunduðu þar lífræna ræktun.
Þórður og Karólína eignuðust 3 börn, sem heita: Elma Rut (f. 29.08.1980), býr í Svíþjóð, Gunnar Örn (f. 10.11.1982), býr á Akri og Jakop Trausti (f. 11.02.1989), býr í Reykjavík.
Auk Þórðar og Karólínu bjuggu á Akri um tíma, sonur þeirra, Gunnar Örn og Linda Björk Viðarsdóttir (f. 03.09.1980) ásamt börnum þeirra, sem eru Íris Anna (f. 26.01.2010) og Þórður (f. 09.02.12).
Vorið 2022 seldu Þórður og Karólína stöðina og fluttu þaðan síðar það ár. Fyrirtækið Spretta hefur rekið stöðina síðan og framleiðir þar ýmsar tegundir af salati,
Land: 1 ha
Íbúðarhús 1981: 145 fm
Gróðurhús um 2500 fm
uppfært 07/2022