Líf fólksins í Laugarási
Okkur finnst gott að vita til þess að við eigum rætur, einhvern jarðveg þar sem við spruttum úr grasi, fengum næringu sem hjálpaði okkur að takast síðan á við veröldina.
Frumbyggjarnir í Laugarási náðu vel saman og það má segja að þeir hafi mótað þann anda sem einkenndi Laugarás. Það varð til einhverskonar andi, samkenndar og samstöðu um málefni þorpsins. Fólk var boðið og búið að koma til aðstoðar þar sem þörf var á og samskipti voru mikil á milli bæjanna. Þetta breyttist smám saman eftir því sem íbúum fjölgaði og formleg samskipti komu til sögunnar, þar sem tekið var á þeim málum sem brunnu á íbúunum hverju sinni. Laugarásbúar hafa ávallt þurft að berjast fyrir tilveru sinni í samfélaginu, enda staða jarðarinnar í stjórnkerfi uppsveitanna nokkuð sérstakt.
Eftir því sem samsetning íbúanna breyttist, fjarlægðist fólkið æ meir frumbyggjahugsunina, eða þann grunn sem Laugarás hafði byggt á.
Þessum þætti er beint að ýmsu því sem Laugarásbúar og nágrannar hafa tekið sér fyrir hendur til að lyfta sér upp úr hversdeginum, gegnum árin.
Hér er fjallað um þátttöku þeirra í þorrablótsskemmtunum á fjögurra ára fresti, Jónsmennuhátíðir, Þorpshátíðir og fleira.
Uppfært 08/2024