Starfsemin
Nútímasaga Laugaráss hefst, má segja, þegar læknissetur var flutt á staðinn 1923. Læknis- eða heilsugæsluþjónusta hefur síðan verið mikilvægur þáttur í viðgangi byggðarinnar.
Um 1940 hófst saga garðyrkju í hverfinu og eftir að Hvítárbrú var fullbúin má segja að sprenging hafi orðið í uppbyggingu garðyrkjubýla. sem stóð fram á áttunda áratuginn.
Frá 1952-1971 var starfrækt á hverju sumri stærsta barnaheimili Rauða krossins og 1964 tók til starfa sláturhús Sláturfélags Suðurlands, en starfsemi þar var hætt árið 1988.
Fyrir utan þetta er eða hefur verið ýmisskonar þjónusta gegnum árin, dýralæknir var hér með starfsstöð, það var bensínstöð um árabil, sem síðan varð að verslun með helstu dagvörur, vélaverkstæði, og ferðaþjónusta.
Hér er fjallað um þá starfsemi sem hefur þrifist í Laugarási á einhverjum tíma.
Sláturhúsið
Sláturfélag Suðurlands starfrækti sláturhús í Laugarási í 24 ár.
Krossinn
Barnaheimili sem Reykjavíkurdeild RKÍ rak í Laugarási um 20 ára skeið.
Heilsugæslan
Frá því fyrsti læknirinn kom, þar til HSU yfirtók starfsemina.
Uppfært 09/2021