Ólafur Einarsson (1895-1992)

Héraðslæknir í Laugarási 1932-1947.

Inngangur

Læknisstörfum Ólafs í Laugarási lauk nokkrum árum áður en ég kom í heiminn. Hinsvegar dvöldu Ólafur og Sigurlaug, kona hans og börn þeirra og síðar barnabörn, mikið í Laugarási á sumrin og samskipti þeirra við fjölskylduna í Hveratúni hafa ávallt verið hin ágætustu.

Æviágrip

Ólafur ólst upp að bænum Svalbarða í Miðdölum á fátæku sveitaheimili en barðist til mennta og lauk stúdentsprófí 1923 og kandidatsprófí í læknisfræði 1929. Eftir það stundaði hann framhaldsnám í Danmörku og Þýskalandi, en varð síðan héraðslæknir í Flatey á Breiðafirði 1930-1932 og því næst í Grímsneshéraði. Hann lauk svo starfsævinni í Hafnarfirði.

Kona Ólafs var Sigurlaug Einarsdóttir. Hún fæddist 9. júlí 1901 í Brimnesi í Víkursveit, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson, hreppstjóri og kona hans Margrét Símonardóttir. þau gengu í hjónaband árið 1927 og eignuðust sex börn: Einar (1928-2024), Grétar (1930-2004), Jósef (1929-2021), Grétar (1930-2004), Sigríður (1935 -). Hilmar (1936-1986) og Sigurð (1924 -).

Viðtal við börn Ólafs og Sigurlaugar

Frá vistri: Sigríður, Jósef, Einar og Sigurður.

Í ágúst árið 2019 settist ég niður með fjórum barna þeirra Ólafs og Sigurlaugar og þar var spjallað um foreldrana og Laugarás, talsvert ítarlega. Fjölskyldan sem fór, en fór samt aldrei, var heitið á þessu spjalli og þar verður látið duga hér um þessa fjölskyldu.

Börnin létu mér einning í té gamlar myndir frá Laugarási.

Uppfært 06/2024