Pétur Skarphéðinsson (1946)
Héraðslæknir í Laugarási 1983-2016
Uppruni
Pétur fæddist í Reykjavík 26. mars 1946, sonur Sigurlaugar Guðjónsdóttur, sem var ættuð úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu og Skarphéðins Péturssonar, ættaður úr Skagafirði og af Melrakkasléttu.
Hann var annar í röðinni af sjö systkinum, hin eru Guðjón, Anna Rósa, Hildur, Gunnar Sveinn, Bergþóra og Védís.
Nám og störf.
Haustið 1960 lá leið hans í Héraðsskólann á Laugarvatni, og síðan í Menntaskólann að Laugarvatni, en þaðan lauk hann stúdentsprófi 1966.
Pétur útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 1975, var síðan eitt ár á Sauðárkróki áður hann hélt til framhaldsnáms í Borås í Suður-Svíþjóð árið 1977, en þar lauk hann námi í heimilislækningum 1982. Þá vann hann eitt ár á nýrri heilsugæslustöð í Borås, áður en fjölskyldan flutti heim til Íslands og Pétur tók við starfi héraðslæknis í Laugaráslæknishéraði, með búsetu í Laugarási. Þessu starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2016.
“Það voru mikil viðbrigði að koma frá Svíþjóð í Laugarás, og menn skildu heldur ekkert hvað við vorum að æða þetta í burtu frá Svíþjóð. Ég var mikið einn fyrsta árið, þótt einhverjir afleysingalæknar hafi komið, þeir voru svona 1 til 3 mánuði. Ég var á eigin bíl í vinnunni og með eigin síma. Engir peningar til eins eða neins og gamaldags viðhorf hjá stjórnendum sveitarfélaganna og læknishéraðsins.” (úr viðtali)
Pétur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum meðan hann starfaði í Laugarási, var fangelsislæknir á Litla-Hrauni frá 1988-1997, héraðslæknir Suðurlandsumdæmis 2001-2012, sat lengi í Heilbrigðisnefnd Suðurlands og formaður þar um tíma. Þá var hann formaður kjörstjórnar í Biskupstungum og síðar Bláskógabyggð í mörg ár.
Fjölskylda
Eiginkona Péturs er Sigríður Guttormsdóttir (Sísa) (1947), kennari. Foreldrar hennar voru Ingveldur Rögnvaldsdóttir úr Blönduhlíð í Skagafirði og Guttormur Óskarsson. Börn Péturs og Sigríðar eru Skarphéðinn (1974) og Inga Dóra (1980).
Í Litla Bergþór birtist árið 2017 viðtal við Pétur og Sísu, sem bar heitið
Læknir og kennari í Laugarási í aldarþriðjung
——————————-
Kveðjuhóf, til að þakka Pétri og Gylfa störf þeirra fyrir samfélagið í Laugaráslæknishéraði í ríflega 30 ár, var haldið í Aratungu þann 12. janúar 2017. Þar var eftirfarandi flutt, meðal annars, en það er í frekar léttum dúr (höf. Páll M. Skúlason):
Í kveðjuhófi fyrir lækna tvo
Uppfært 06/2024