BÆJARHOLT 13 1999

Ragnheiður og Gunnar með dóttursoninn Gunnar Sigurðsson.

Ragnheiður og Gunnar með dóttursoninn Gunnar Sigurðsson.

Ragnheiður Sigurþórsdóttir (28.09.1961) og Gunnar Sigurþórsson (f. 13.04.1959) fluttu frá Grindavík þegar þau keyptu Birkiflöt í desember 1992 og stöðin var í þeirra eigu til 2002. Á þeim tíma byggðu þau íbúðarhúsið í Bæjarholti 13 og fluttu í það 1999. Þau eignuðust 3 börn:  Kristrún Harpa (f. 26.06.1984), hún býr í Hafnarfirði, Gunnar Karl (f. 02.11.1986, d. 30.09.2004) og Sigrún Kristín (f. 01.07.1988), hún býr í Noregi.

Ragnheiður og Gunnar fluttu til Noregs, Gunnar sumarið 2010 og Ragnheiður í byrjun árs 2011. Þau hafa búið þar síðan. Fjölskyldan nýtti húsið sem frístundahús þar til þau seldu það sumarið 2017. 

Matthías og Gunnur

Matthías og Gunnur

Það voru þau Sigríður Ingólfsdóttir (f. 08.041954) og Bjarni Hjörtur Bragason (f. 04.04.1955) (Laugargerði)sem keyptu húsið þá. Eftir skamma viðdvöl seldu þau og kaupendurnir voru þau Gunnur Ösp Jónsdóttir (f. 03.10.1980) og Matthías Líndal Jónsson (f. 31.01.1980) (Slakki) og fluttu í húsið í september 2018. Þau eiga þrjú börn sem heita Diljá Björg (f. 02.04.2002), Baltasar Breki (f. 29.11.2007) og Sigurrós Birta (25.08.2012).

Gunnur og Matthías skildu og Gunnur bjó í húsinu til 2024, en seldi það þá.

 

Land: 1650m²
Íbúðarhús 1999: 209m²

Uppfært 06/2024