HEIÐMÖRK 1966
Sævar Magnússon (f. 18.06.1936) og Karítas Óskarsdóttir (Kæja) (f. 25.12.1939, d. 14.04.2018) kynntust þegar Sævar hóf nám í Garðyrkjuskólanum á Reykjum, en þar starfaði Karítas þá í gróðurhúsunum. Þau rugluðu saman reytum og þar kom að þau fluttu með börn sín í Laugarás vorið 1967, en áður hafði Sævar unnið að undirbúningi flutningsins og hafið framkvæmdir á landi sem þau fengu vestan Skógargötu (Dunkabrautar) á milli Lauftúns og Ásholts. Fjölskyldan tók efri hæð gamla læknishússins á leigu og bjó þar, þar til byggingu íbúðarhúss var lokið, en í það flutti hópurinn 1975.
Karítas og Sævar höfðu eignast 4 börn sín áður en þau fluttu í Laugarás, það yngsta fæddist nánast á leiðinni. Þau eignuðust þessi börn: Ómar Eyjólfur (f. 17.02.1958), en hann tók við Heiðmörk 1994. Reynir (f. 16.03.1959, d. 13.08.2016), Þór (f. 13.12.1962, d. 10.10.1993) og Jóna Dísa (Sigurjóna Valdís) (f. 20.03.1967, sem býr í í Reykjavík.
Í júni 1994 þótti þeim Sævari og Kæju þetta orðið gott dagsverk hjá sér og fluttu á Selfoss.
Við býlinu tóku Ómar, sonur þeirra og kona hans Sigurlaug Angantýsdóttir (f. 14.05.1958).
Sigurlaug og Ómar eignuðust tvær dætur, en þær eru: Bára Sif (f. 02.10.1991) og Anna Karítas (f. 12.04.1993).
Ómar og Sigurlaug keyptu Birkiflöt í desember 2002 og ráku þá garðyrkjustöð ásamt Heiðmörk til 2015, en þá seldu þau hana.
Þau fluttu síðan í nýtt hús sitt í Bæjarholti 3 og árið 2021 seldu þau garðyrkjustöðina. Kaupendur voru þau Óli Björn Finnsson (03.10.1989) og Inga Sigríður Snorradóttir (10.03.1984). Börn þeirra eru tvö, Kría Björk (2016) og Máni Hrafn (2018).
Land: 1,0 ha
Íbúðarhús 1975 138,6 fm.
Gróðurhús um 2500 fm.
Uppfært 07/2022