LAUNRÉTT 3 1971 (nú Launrétt 8)

 

Guðmundur og Jósefína (myndir af vef og Fb)

Þetta hús var byggt 1971 sem læknisbústaður, enda þörf fyrir annan lækni í héraðinu orðin brýn. Til starfsins var ráðinn árið eftir, Guðmundur Bergsteinn Jóhannsson (f. 04.02.1942, d. 29.05.2005). Kona hans var  Jósefína Friðriksdóttir Hansen (f. 05.05.1942, d. 25.06.2024), kennari. Þau bjuggu í húsinu til 1975, en þá héldu þau til Svíþjóðar þar sem Guðmundur fór í framhaldsnám.
Frá 1975 til 1977 bjuggu í húsinu Kristján Steinsson læknir (f. 17.02.1947), en kona hans er Sesselja Snævarr (f. 14.11.1947).

Að loknu framhaldsnámi Guðmundar, komu þau Jósefína aftur í Laugarás og voru hér til 1983, en þá fluttu þau á Selfoss.

Guðmundur og Jósefína eignuðust 2 börn: Sigurð Hrafn (f. 13.04.1963, d. 23.03.2002) og Helgu Salbjörgu (f. 28.07.1967), en hún býr í Kópavogi.

Pétur og Sigríður (myndir af Fb)

Frá 1983 – 2013 bjuggu þau Pétur Zóphónías Skarphéðinsson (26.03.1946), læknir  og Sigríður (Sísa) Guttormsdóttir (f. 19.11.1947), kennari, í húsinu.
2013 fluttu þau Pétur og Sísa í hús sem þau byggðu í Langholti 3 í Laugarási.  
Pétur lét af störfum í árslok 2016 og þá fluttu þau hjón í Kópavog. Börn þeirra eru tvö: Skarphéðinn (f. 01.06.1974), sem býr í Kópavogi og Inga Dóra (f. 08.01.1980), sem býr í Reykjavík.

Frá 2013 var ekki föst búseta í Launrétt 3, en í húsinu bjuggu læknar sem störfuðu við heilsugæslustöðina um skemmri tíma.

Kristófer og Sigrún (mynd af Fb)

 Árið 2021 var ákveðið að selja húsið. Kaupendur voru þau Kristófer A. Tómasson (06.08.1965), ættaður frá Helludal í Biskupstungum og kona hans Sigrún Jóna Sigurðardóttir (06.07.1969) og hafa þau búið þar síðan.

Land: 3000m²
Íbúðarhús 1971: 244m²

Uppfært 09/2024