LYNGÁS 1964
Hörður Vignir Sigurðsson (f. 22.09.1934 d. 29.07.2022) og Ingibjörg Bjarnadóttir (f. 30.09.1940) fluttu í Laugarás 1964 hófu framkvæmdir í landi sínu sem er milli Kvistholts og Laugargerðis, í og undir Kirkjuholti, vestan Skálholtsvegar. Meðan þau voru að ljúka nauðsynlegum byggingaframkvæmdum bjuggu þau í Gamla bænum í Hveratúni. Þau fluttu í hús sitt í Lyngási 1967, en Guðmundur Indriðason á Lindarbrekku sá um smíði þess.
Hörður ræktaði að stærstum hluta blóm í gróðurhúsunum í Lyngási og framleiddi í mörg ár „krysa“ til áframhaldandi ræktunar og einnig jólastjörnu. Árið 2002 seldu þau stöðina og fluttu í Hveragerði.
Ingibjörg og Hörður eignuðust 3 börn, en þau heita: Atli Vilhelm (f. 06.01.1960) býr á Akranesi, Bjarni (f. 25.12.1961) býr á Selfossi og Kristín Þóra (f. 15.01.1965) býr í Reykjavík.
Jón Árni Ágústsson (f.14.05.1946) og Dagný Erna Lárusdóttir (f. 18.12.1946) keyptu Lyngás 2002. Þau búa í Reykjavík. Ekki er lengur stunduð garðyrkja í Lyngási.
Land: 14290m²
Íbúðarhús 1968: 131m²
Skúr 1965: 90m² (er búið að endurbyggja til annarrar notkunar)
Gróðurhús 1974: 408m², 1983: 57m²
uppf. 08.2022