Þorrablót Skálholtssóknar 1962
Fyrsta þorrablótið í Aratungu var, að sögn Garðars Hannessonar, þáverandi húsvarðar, haldið laugardaginn 27. janúar, 1962 og það var Skálholtsskókn sem sá um framkvæmdina á því. Þórarinn Þorfinnsson á Spóastöðum setti samkomuna og Björn Erlendsson í Skálholti var veislustjóri.
“Biskupstungna félaginu í Reykjavík boðið, þáðu það 106 félagar, alls sátu til borðs 320 manns. Skúli Magnússon í Hveratúni flutti minni kvenna, en Helga Þórðardóttir í Auðsholti minni karla. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar lék fyrir dansi til klukkan fjögur um nóttina.”
Þó einhverjum kunni að finnast hin svarthvíta veröld sem birtist í ljósmyndum frá skemmtiatriðum á þessu þorrablóti, hljóti að hafa verið frekar litlaus, var það auðvitað ekki svo. Kannski var tilveran ennþá litríkari en hún er í dag.
Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í Aratungu, á þorrablóti Skálholtssóknar.
Ekki hafa enn fundist heimildir um þorrablót Skálholtssóknar, sem hlýtur að hafa verið haldið árið 1967.
Þarna var búið að æfa mikinn texta sem skyldi fluttur í saumaklúbbnum sem þarna er um að ræða (þarna var enn saumað og prjónað í saumaklúbbum), en tvær myndir af honum má sjá hér neðst.
Textinn mun aldrei hafa verið fluttur, eða heyrðist í það minnsta aldrei, þar sem atriðið var þannig sett upp að það kom alltaf ein klúbbkona inn á sviðið í einu. Við hverja innkomu sprakk salurinn auðvitað.
Þetta er einn frægasti og umtalaðasti saumaklúbbur í Biskupstungum.
Myndirnar eru komnar frá Fríði Pétursdóttur
Uppfært 01/2023