Þorrablót Skálholtssóknar 1991

Þorrablótsnefnd 1991: f.v. Hörður, Þóra, Brynja, Ásta og Karítas.

Þorrablótsnefnd 1991: f.v. Hörður, Þóra, Brynja, Ásta og Karítas.

Þorrablótsnefndin 1991 var skipuð þessu fólki:

Hörður V. Sigurðsson Lyngási, formaður,
Þóra Júlíusdóttir Varmagerði,
Brynja Ragnarsdóttir Vesturbyggð 5 /Tröðum, ritari
Ásta Skúladóttir Sólveigarstöðum og
Karítas Óskarsdóttir, Heiðmörk.
Þær tvær síðastnefndu komu inn úr hópi varamanna þar sem tveir þeirra sem valdir höfðu verið í nefndina heltust úr lestinni.

Lokasöngur og fagnaðarlæti. Frá vistri: Georg,Jóna, Óskar, Jens Pétur, Guðmundur, Elinborg, Ásta, Matthildur, Kaja, Renata, Páll, Jakob, Gústaf, Sigríður, Fríður, Þóra. (mynd fengin frá Lindarbrekku)

Lokasöngur og fagnaðarlæti. Frá vistri: Georg,Jóna, Óskar, Jens Pétur, Guðmundur, Elinborg, Ásta, Matthildur, Kaja, Renata, Páll, Jakob, Gústaf, Sigríður, Fríður, Þóra. (mynd fengin frá Lindarbrekku)

Georg og Gunnlaugur í hlutverkum við Arabar.

Georg og Gunnlaugur í hlutverkum við Arabar.

Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 8. október, 1990 í Lyngási. Þarna var farið nokkuð snemma af stað.
Dagskrá fundarins var hefðbundin: fjallað um dag fyrir blótið og komu 26. jan eða 2. feb helst til greina. Framundan var síðan að panta húsið og ráða hljómsveit. Nefndarfólk var sammála um að reyna við hljómsveitina Karma.

Hér var á ferð nefnd sem ekki kaus að rugga bátnum og því varð það niðurstaða hennar, að um skyldi vera að ræða “trogablót”. Þá var stefnt á félagsvist í Skálholtsskóla, svo sem hefðin kveður á um og þar var ætlunin að hvetja fólk til að gauka skemmtiefni að nefndinni. Á þessum fundi var einnig fjallað um fólk sem mögulega myndi taka að sér minni karla og kvenna, en sá liður féll niður á síðasta blóti (1987) þar sem enginn karl reyndist reiðubúinn í verkið.

„Fram komu tillögur um skemmtiefni sem hægt væri að tvinna inn í grín og gaman um menn og málefni sveitarinnar“.

Hljómsveitin Karma á einhverjum tíma (mynd af vef)

Næsti fundur var haldinn 13. nóvember og þá höfðu ýmis mál skýrst. Hljómsveitin Karma hafði verið ráðin til að leika fyrir dansi og ætlaði að taka fyrir það 100-110 þúsund + eitthvað fyrir að spila undir almennum söng.

Sigurður Árni Þórðarson í Skálholti hafði tekið að sér minni kvenna og Sigrún Reynisdóttir á Engi minni karla.
Svo segir í fundargerð: “Páli [M.] Skúlasyni hefur verið falið að semja skemmtiefni um menn og málefni sveitarinnar. Nefndarfólk ætlar að kalla til fólk í hin ýmsu hlutverk sem skemmtidagskráin felur í sér. Rætt um að kanna þyrfti sviðsljós. Hörður ætlar að biðja Toril [Malmo] að skreyta söngprógram og einnig sali Aratungu”.

Listi yfir fólk sem lagði hönd á plóginn fyrir utan nefndarfólkið:
Páll M Skúlason Kvistholti, Fríður Pétursdóttir Laugargerði, Jónína Jónsdóttir Lindarbrekku, Elinborg Sigurðardóttir Iðu, Georg Franzson Tröðum, Guðmundur Ingólfsson Iðu, Gústaf Sæland Sólveigarstöðum, Gunnlaugur Skúlason Brekkugerði, Renata Vilhjálmsdóttir Brekkugerði, Matthildur Róbertsdóttir Laugarási, Jens P. Jóhannsson Laugarási, Sigríður Guttormsdóttir Launrétt III, Jakob Narfi Hjaltason Lyngbrekku, Óskar Gíslason Helgastöðum, Ingibjörg Bjarnadóttir Lyngási, Sigurður Árni Þórðarson Skálholti og Sigrún Reynisdóttir Engi.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem Ásta Skúladóttir tók af þátttakendum í skemmtiatriðum:

Hér fyrir neðan eru myndir sem Elinborg Sigurðardóttir tók af skemmtiatriðum.

Úr fundargerð þorrablótsnefndar 1991 (ritari Brynja Ragnarsdóttir)

Í fundargerð síðasta fundar fyrir jól (11. des.) segir svo:
Páll [M] Skúlason er kominn með drög að skemmtiefni og hér er mætt einvala lið til að taka hin ýmsu hlutverk að sér. Rætt var um tilhögun skemmtiatriða og fólki skipað í hlutverk. Ákveðið er að byrja æfingar strax eftir áramót.

Jóna í hlutverki sínu sem ófrísk kona að berjast við síma

Jóna í hlutverki sínu sem ófrísk kona að berjast við síma

Svo var haldið áfram þar sem frá hafði verið horfið, þann 4. janúar, 1991. Æfingar hófust af krafti, Þóra Júlíusdóttir hafði samið texta fyrir lokasöng og Fríður Pétursdóttir og Brynja Ragnarsdóttir tóku að sér að sjá um búningasaum eftir þörfum.

Síðasti fundur nefndarinnar fyrir blót var haldinn 29. jan. í Lyngási. Ákveðið var að selja 290 miða @1.500, að frádregnum 35 fyrir fólk og maka sem vinna að skemmtuninni. Miðar vorur seldir í Aratungu 21. og 23. jan.

Svo var það fundurinn þar sem nefndin skilaði af sér, en hann var haldinn í Lyngási 29. janúar.

Þarna var valin nefnd til að sjá um þorrablótið 1995, lagðir fram reikningar og ágóða ráðstafað. Tekjur að blótinu námu kr. 383.600 og stærstu gjaldaliðirnar, að vanda, voru hlæjómsveitin Karma sem fékk kr. 115.000 fyrir sinn snúð og Aratunga sem fékk kr. 100.000 fyrir sinn. Eftirstöðvarnar reyndust verða kr. 115.195. Samþykkt var að kr. 115.000 yrðu gefnar til kaupa á ljósabúnaði fyrir leiksviðið í Aratungu.


Ekki verður dregið í efa að skemmtiatriðin á þorrablótinu 1991 hafi verið mögnuð að vanda, en því miður hefur ekki tekist enn, að koma höndum yfir sýnishorn úr þeim.

Uppfært 03/2021