ÁSMÝRI 2001

Sólrún og Jóhann (myndir af Fb)

Sólrún og Jóhann (myndir af Fb)

Jóhann B. Óskarsson (04.09.1950) og Sólrún Héðinsdóttir (15.11.1961) byggðu Ásmýri, sem er vestast í Laugarási  og eina húsið sem þar blasir við frá Skálholti.

Þau fluttu frá Ásholti árið 2000 og fengu inni stóran hluta vetrar 2000-2001, meðan þau voru að ljúka byggingu í Ásmýri, í Klettaborg, sem er í eigu Harðar Magnússonar (sjá Varmagerði).  Jóhann og Sólrún bjuggu síðan í Ásmýri þar til þau skildu og ráku garðyrkjustöðina í Ásholti til 2004.

Jóhann býr nú í Reykholti, en Sólrún í Reykjavík með dóttur þeirra, sem heitir Kristrún (f.20.12.2000)

Friðrik (mynd af Fb)

Friðrik (mynd af Fb)

Núverandi eigandi Ásmýrar er Friðrik Skúlason (f. 07.10.1963), en hann og fjölskylda hans nýta húsið sem frístundahús.

 

Land: 12700m²
Íbúðarhús 2001: 258m²

Uppfært 07/2022