ÁSMÝRI 2001
Sólrún og Jóhann (myndir af Fb)
Jóhann B. Óskarsson (04.09.1950) og Sólrún Héðinsdóttir (15.11.1961) byggðu Ásmýri, sem er vestast í Laugarási og eina húsið sem þar blasir við frá Skálholti.
Þau fluttu frá Ásholti árið 2000 og fengu inni stóran hluta vetrar 2000-2001, meðan þau voru að ljúka byggingu í Ásmýri, í Klettaborg, sem er í eigu Harðar Magnússonar (sjá Varmagerði). Jóhann og Sólrún bjuggu síðan í Ásmýri þar til þau skildu og ráku garðyrkjustöðina í Ásholti til 2004.
Jóhann býr nú í Reykholti, en Sólrún í Reykjavík með dóttur þeirra, sem heitir Kristrún (f.20.12.2000)
Friðrik (mynd af Fb)
Núverandi eigandi Ásmýrar er Friðrik Skúlason (f. 07.10.1963), en hann og fjölskylda hans nýta húsið sem frístundahús.
Land: 12700m²
Íbúðarhús 2001: 258m²
Uppfært 07/2022