VESTURBYGGÐ 1 1979
Loftur og Guðrún (mynd frá Vesturbyggð 1)
Guðrún Ólafsdóttir (f. 19.02.1956) og Loftur Ingólfsson, frá Iðu (f. 17.04.1955) byggðu þetta hús og fluttu í það í nóvember 1979. Áður bjuggu þau, frá nóvember 1976, í kjallara gamla læknishússins.
Börn þeirra eru: Ólafur (f. 25.06.1977) sem býr í Hafnarfirði, Ingimar (f. 10.09.1981) býr á Akureyri, Eyþór (f. 28.12.1985) býr í Kópavogi og Guðrún Arna (f. 09.06.1993).
Loftur rekur vélaverkstæði á Iðu ásamt bróður sínum Guðmundi, en Guðrún kom í Laugarás til starfa á Sólveigarstöðum, en hún starfar nú sem læknaritari á heilsugæslustöðinni.
Land: 1000m²
Íbúðarhús 1978: 187m²
Uppfært 11/2018