VESTURBYGGÐ 4 1994

Þuríður (mynd af vef)

Þuríður (mynd af vef)

"Yleiningarhúsið"
Þetta hús var byggt vegna fyrirætlana um að byggja upp íbúðaklasa fyrir aldraða á svæðinu þar sem barnaheimili RKÍ stóð áður.  Það var arkitektastofan Batteríið sem teiknaði þennan fyrirhugaða klasa og húsið í Vesturbyggð var byggt sem sýningarhús fyrir áhugasama.  Ekki varð af þeirri uppbyggingu sem þarna var fyrirhuguð og eru ástæður þess látnar liggja milli hluta hér. Eftir stóð húsið, en það ber þess merki að það var hannað sem einn hluti af klasanum sem átti að vera innangengt um.  Þegar ljóst var orðið að ekkert yrði af þessu verkefni var húsið selt.
Kaupandinn var Þuríður Hermannsdóttir (f. 05.05.1941 d. 19.01.2010). 


Þuríður og Helgi (myndir af Fb)

Árið 2006 keyptu þau Helgi Hálfdánarson (f. 08.03.1949) og Þuríður Ottesen (f. 01.05.57) húsið af Þuríði, en þau bjuggu ekki í húsinu. Helgi eignaðist húsið að fullu árið 2011. Húsið var leigt út og í því bjuggu Editha Kirsch um tíma og síðar Unnur Malín Sigurðardóttir og Arnar Sigurbjartsson, þar til Helgi flutti í húsið vorið 2015  Hann seldi það síðan í mars 2017 og flutti í Hveragerði.

Fanney og Hallgrímur (myndir af Fb)

Fanney og Hallgrímur (myndir af Fb)

Kaupendur voru þau Fanney Gerða Gunnarsdóttir (f. 30.07.1960) og Hallgrímur G. Sverrisson (f. 24.02.1959). Þau bjuggu ekki í húsinu, en nýttu að einhverju leyti fyrir ferðaþjónustu.



Pálmi og Anna

Það var síðan haustið 2021, að Anna Ólafsdóttir (f. 25.07.1955) keypti húsið. Hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Gunnarsson (29.09.1950) hafa búið þar síðan í nóvember 2021.

Þegar nýtt deiliskipulag tók gildi í Laugarási árið 2023, var lóðin stækkuð í rúma 2000 fm.

 

Land: 1140m²
Íbúðarhús 1994: 115m²

Uppfært 06/2024