AUSTURBYGGРC / 24 1980

Svandís og Pétur ásamt börnum. F.v Sólrún, Óskar, Birgir Rafn Þráinsson (sonur Svandísar) og Eva. (mynd frá Pétri)

Pétur Guðmundsson (f. 17.08.1945) og Svandís Ottósdóttir (f. 30.09.1947, d. 21.01.2012) bjuggu í Helgahúsi frá 1975 – 1980, en Pétur gegndi á þeim tíma starfi umsjónarmanns Hitaveitu Laugaráss.  Úr Helgahúsi fluttu þau í kjallara Gamla læknishússins í einhverja mánuði áður er þau fóru í nýbyggt hús sitt.
Árið 1985 fluttu þau til Reykjavíkur og þar býr Pétur nú.
Börn þeirra eru: Birgir Rafn Þráinsson (sonur Svandísar), (f. 11.01.1966), býr í Reykjavík, Eva Hrund (f. 13.01.1969 d. 21. ágúst 2022) bjó á Blönduósi, Sólrún Edda (f. 27.02.1975) býr í Reykjavík  og Óskar Freyr (f. 09.12.1976), býr í Reykjavík.

Sigríður (mynd af vef)

Sigríður (mynd af vef)

Þegar Pétur og Svandís fluttu til Reykjavíkur leigðu þau húsið:  Jakob Narfa Hjaltasyni og Guðbirni Þrastarsyni í um tvö ár og Gunnari Kristinssyni og Dóru Herbertsdóttur í um eitt ár, en þau störfuðu á Birkiflöt.

Sigríður Ingvarsdóttir (f. 01.11.1948) keypti húsið 1989 og þá fékk það hlutverk frístundahúss, sem það hefur gegnt síðan. Núverandi eigandi er Sigurhæðir ehf sem er í eigu Barkar Hrafnsonar, Elínar Norðmanns og Óskars Norðmanns.


Land: 2310m²
Íbúðarhús 1980: 198m²

Uppfært 09/2024