Mér barst í morgun tilkynning um, að Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefði ákveðið að veita mér enn frekari styrk til að vinna að þessu verkefni.
Það er mikilvægara en margur heldur, að fá hvatningu af þessu tagi. Þarna fæ ég staðfestingu á að ég sé að gera eitthvað sem skiptir máli.
Ég er einlæglega þakklátur uppbyggingarsjóðnum fyrir að hafa trú á þessum vef um Laugarás.
Myndina sem ég læt fylgja, fékk ég senda í gær, ásamt fleiri myndum, frá gömlum vini og skólafélaga, Eiríki Jónssyni frá Vorsbæ. Þessa mynd tók Eiríkur 1979 og eins og sjá má voru þá enn brúsapallar í Laugarási og þar var einnig Blómaskálinn Gerði í Varmagerði.
Það hefur margt breyst á 40 árum í Laugarási