KIRKJUHOLT 1987
Kirkjuholt er iðnaðar- og þjónustubýli sem var stofnað á landi sem áður tilheyrði Hveratúni og er í Kirkjuholti, norðan Kvistholts. Benedikt Skúlason frá Hveratúni (f. 11.04.1956) og Kristín Sigurðardóttir frá Vatnsleysu (f. 01.12.1958) fluttu í hús sitt 1990 eftir að hafa búið í Helgahúsi frá 1980. Benedikt var umsjónarmaður Hitaveitu Laugaráss frá 1980 og einnig hafði hann umsjón með eignum heilsugæslustöðvarinnar og Laugaráshéraðs. Hann hóf síðan störf sem veitustjóri Bláskógaveitu árið 2002. Benedikt og Kristín keyptu fjósið og hlöðuna sem áður fylgdu Laugarási 3 árið 1994.
Börn Kristínar og Benedikts: Bergþóra Kristín (f. 01.12.1981) býr í Reykjavík, Valgerður Björk (f. 27.06.1985 ) býr í Reykjavík og Sigurður Skúli (f. 22.09.1991) býr í Reykjavík.
Land: 0,9ha
Íbúðarhús 1988: 218m²
Uppfært 11/2018