LAUNRÉTT 1 1955

Sigurbjörg og Bragi

Sigurbjörg og Bragi

Þetta hús var byggt sem embættisbústaður  héraðsdýralæknis. Embætti héraðsdýralæknis í Árnessýslu var veitt 1958 og var Bragi Steingrímsson skipaður í embættið.
Þó húsið teljist hafa verið byggt 1955 var ekki flutt í það fyrr en 1959. Frá því embættið var veitt og þar til húsið var tilbúið bjó dýralæknirinn á Stórafljóti í Reykholti.

1959 - 1964 Bragi Matthías Steingrímsson (f.03.08.1907, d. 09.11.1971) og Sigurbjörg Lárusdóttir (f. 12.01.1909, d. 20.05.1999).

Bragi lenti í erfiðum sjúkdómi, þar sem taka varð af annan fót fyrir neðan hné, varð hann að láta af störfum fyrr en til stóð. Sigurbjörg tók virkan þátt í félagsstarfi á svæðinu, var m.a. formaður Kvenfélags Biskupstungna um tíma, og hún tók einnig að sér að undirbúa börn í Laugarási fyrir upphaf skólagöngu, var með nokkurs konar forskóla. Börn þeirra urðu alls 10:

Eiríkur (f. 24. 02. 1928 sonur Braga), Angela Baldvins (f. 07.05.1931, dóttir Sigurbjargar), Grímhildur (f. 10.10.1937), Baldur Bárður (f.18.06.1939), Halldór (f. 16.04.1941), Steingrímur Lárus (f. 08.10.1942), Kormákur (f. 27.03. 1944), Matthías (f. 08.08.1945), Þorvaldur (f. 01.01.1948) og Kristín (f. 16.12.1949)

Renata og Gunnlaugur

Renata og Gunnlaugur


Gunnlaugur Skúlason tók við embætti héraðsdýralæknis af Braga árið 1964. Hann og kona hans Renata Vilhjálmsdóttir (sjá Brekkugerði) fluttu  þá í húsið og þar bjuggu þau til 1983, þegar þau höfðu byggt eigið hús í Brekkugerði. Eftir Gunnlaug hafa ekki búið dýralæknar í húsinu, en dýralæknastofa var í kjallaranum eitthvað áfram.

Eftir að Gunnlaugur or Renata fluttu var húsið leigt út í nokkur ár. Fyrstu leigjendurnir á efri hæðinni voru  Hjördís María Georgsdóttir (f. 29.09.1954),  dóttir Georgs og Brynju á Tröðum og Gunnar Einarsson (f. 25.09.1954). Þau störfuðu að mestu  við garðyrkju hjá foreldrum Hjördísar í Tröðum, en fluttu síðan á Selfoss 1986.  Börn þeirra eru Jóhann Georg (f. 09.09.1975), Elín Helga (f.12.10.1980), Þórdís Bára (f. 23.04.1984), Einar Daði (12.02.1992).
Ómar Sævarsson (sjá Heiðmörk) var síðan með efri hæðina á leigu til 1990, en þá var húsið selt.

Helgi og Björg

Helgi og Björg

Kaupendurnir voru þau Helgi Sveinbjörnsson (f. 30.01.1949) og Hólmfríður Björg Ólafsdóttir (10.04.1954, d. 04.09.2002). Frá 2002 - 2014 bjó Helgi í húsinu ásamt börnum þeirra Bjargar, en þau eru: Egill Óli (f.03.04.1996) og Rannveig Góa (f. 22.06.1998). Fyrir átti Helgi son sem heitir Ívar Örn (f.15.12.1977), en hann  býr í Kópavogi og Björg átti dóttur, sem heitir Gunnur Ösp Jónsdóttir (f. 03.10.1980) og hún bjó um skeið í Bæjarholti 13.

Anna Fía og Erling (mynd pms 11/2018)

Helgi og Björg stofnuðu garðyrkjustöð í Slakka 1985, en breyttu síðan starfseminni 1993 og þar er nú rekinn húsdýragarður og veitingasala.

Svo var það árið 2015 að Anna Fía Schiöth Ólafsdóttir (f. 15.07.1966) og Erling Sæmundsson (f. 23.11.1961) keyptu húsið og fóru í gagngerar endurbætur á því, sem tóku upp undir tvö ár. Þau bjuggu síðan í húsinu og ráku þar heimagistingu.

 

Land: 1000m²
Íbúðarhús 1955: 275m²

uppf. 11.2018