Skógrækt á Nesinu
Í júní, 1993, gerðu Biskupstungnahreppur og stjórn skógræktardeildar Ungmennafélags Biskupstungna með sér samkomulag um land í Laugarási, sem áður tilheyrði Krosshól:
Samkomulag
Undirritaðir, Gísli Einarsson oddviti, f.h. Biskupstungnhrepps og stjórn skógræktardeildar Ungmennafélags Biskupstungna, gerum með okkur svofellt samkomulag:
Skógræktardeildin fær, til útplöntunar og umhirðu, skógræktarland á Nesinu í Laugarási, samkvæmt lóðablaði Péturs H. Jónssonar arkitekts, dags. í júní 1993, sem samkomulag þetta byggist á. Landið er um 3,6 ha að stærð og er ætlunin að það verði framtíðar útivistarsvæði fyrir almenning og ber að haga gróðursetningu með það í huga.
Deildinni er heimilt að verja landið fyrir búfénaði, gerist þess þörf, t.d. með rafmagnsgirðingu, en þess sé gætt, að hún takmarki ekki aðgang fólks að svæðinu.
Deildin skili árlega skýrslu um framkvæmdir til hreppsnefndar Biskupstungnahrepps.
Engin leiga greiðist fyrir landið, en skógurinn verður eign landeiganda.
Samkomulag þetta skal endurskoða á fimm ára fresti og gerð sameiginleg úttekt á árangri.Aratungu, 29. júní, 1993
F.h. landeiganda í stjórn Skógræktardeildar Umf. Bisk.
Gísli Einarsson, (sign) Gylfi Haraldsson (sign)
oddviti Biskupstungnahrepps Eiríkur Georgsson (sign)
Jens Pétur Jóhannsson (sign)
Auk þess að slá inn textann, teiknaði ég (pms) um svæðið í grófum dráttum, á kort af Laugarási sem ég gerði 2016. Hvítá hefur breytt sér aðeins austur af Launrétt.
Uppfært 07/2024