Hvert verður svo framhaldið?
Sláturhúsið rifið í desember 2016
Eftir að tilraun Snæbjörns reyndist ekki ganga upp komst húsið og lóðin í eigu Byggðastofnunar og fékk að grotna niður smám saman þar til Norverk keypti það árið 2015 og hafði áform uppi um að byggja hótel á lóðinni. Undir lok árs 2016 var hafist handa við að rífa sláturhúsið, en síðar var ákveðið að leyfa því að standa í grunninn og nýta það sem hluta af fyrirhuguðu hóteli.
Framkvæmdir 2017
Á fyrri hluta árs 2017 voru miklar jarðvegsframkvæmdir fyrir sunnan húsið þar sem grafið var fyrir fyrirhugaðri hótelbyggingu. Þessum framkvæmdum var síðan hætt eða frestað vegna forsendubreytinga.
Hér fyrir neðan eru 3 myndir úr hugmyndavinnunni sem átti sér stað.
Þegar þetta er ritað, haustið 2018, hefur ekkert gerst sem sjáanlegt er á sláturhúslóðinni og frekar óvíst virðist, eins og staða ferðaþjónustur er nú, að einhver gangur í þetta verkefni á næstunni.
Umhverfisáhrif og framtíðin
Þó sláturhúsið væri ekki starfrækt nema hluta úr ári, hafði það mikil áhrif á Laugarás. Þar liggur fyrst fyrir að nefna stofnun Vatnsveitufélags Laugaráss 1964, en þá var leitt kalt vatn úr lind í Vörðufelli í dæluhús skammt frá brúnni Laugarásmegin. Auðvitað hefði sláturhúsið aldrei orðið ef ekki hefði verið nægt kalt og heitt vatn. Hitaveita Laugaráss var einnig stofnuð þetta ár og má víst telja að fyrirhugað sláturhús skipti þar sköpum.
Sannarlega hafa margir Laugarásbúar alið þá von í brjósti undanfarin ár, að öflug atvinnustarsemi kæmi inn til að efla Þorpið í skóginum til framtíðar. Þar hefur ekki síst verið horft til hótelbyggingar á sláturhúslóðinni. Fátt bendir til þess að sveitarfélögin sem eiga Laugarásjörðina, hafi áhuga á að efla Laugarás, þann stað í uppsveitum sem stendur í hjarta byggðarinnar.
Textinn hér að ofan var ritaður árið 2018, en …..
Svo kom árið 2024
Það bárust fregnir af því að framundan væru miklar framkvæmdir á sláturhúslóðinni, því þar sé ætlunin að útbúa þar baðlón; Árböðin. Framtíðaráætlanir gera síðan ráð fyrir hótelbyggingu í tengslum við böðin.
Í frétt á Vísi kom fram að fjárfestar hefu verið að vinna að uppbyggingu á lóðinni undanfarin 10 ár. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður í kringum 2 milljarðar og að reiknað sé með 150-200 þúsund gestum í lónið á ári hverju, þegar það verður komið í fullan rekstur.
Þarna virðist vera um að ræða verkefni sem alvara er að baki, en sumarið 2024 stóðu yfir heilmiklar framkvæmdir á svæðinu.
Rísandi byggingar á sláturhúslóðinni í júní 2024 (mynd pms)
Framkvæmdir á sláturhúslóðinni í júní 2024 (mynd pms)
Þegar þetta er ritað, er stefnt að því að opna Árböðin í Laugarási í maí, árið 2025.
Uppfært 09/2025