Því verður ekki á móti mælt, að fyrsta læknissetur í uppsveitum Árnessýslu var í Skálholti. Þar var varð það frá 1899 til 1922. Þá var Árni Thorsteinsson, landfógeti eigandi jarðarinnar og læknirinn, Skúli Árnason, leiguliði og stundaði búskap á hluta jarðarinnar auk læknisstarfanna.
Nú hef ég opnað fyrir samantekt á eigendasögu Skálholtsjarðarinnar, þangað til hún komst í eigu ríkisins seint á árinu 1935.
Eigendur Skálholtsjarðarinnar
Það er vel við hæfi nú þegar blikur eru á lofti í málefnum Heilsugæslunnar í Laugarási, að opna fyrir kafla sem fjalla um læknana 11 sem þjónuðu í Grímsneshéraði og Laugaráshéraði. Sannarlega er mismikið fjallað um hvern og einn, en það helgast aðallega af því sem hefur fundist um þá í rituðu máli.
LÆKNARNIR
Á þessu tuttugu ára tímabil átti sér stað mjög hröð þróun í Laugarási. Það má segja að tvennt hafi aðallega komið til: garðyrkjulóðir í Hveragerði voru uppurnar og það kom ný brú yfir Hvítá. Ég held að þennan tíma megi telja einna merkilegastan í sögu Þorpsins í skóginum. Ungt fólk streymdi á staðinn og börnin fæddust og uxu úr grasi, hvert af öðru. Oddvitanefndin hafði í nógu að snúast og svo var komið undir lok tímabilsins, að stjórnsýslan í kringum þetta allt saman var að verða ansi flókin. Ætli stærsti einstaki atburðurinn hafi ekki verið á að undir lok þessa tímabils lagðist hefðbundinn búskapur af og atvinna á staðnum einskorðast við ylrækt og heilbrigðisþjónustu.
Ég er nú búinn að taka saman það sem segir um þessi mál og fleiri, í fundargerðum oddvitanefndar laugaráshéraðs frá þessum árum.
Laugarásjörðin 1953-1973
Ætli megi ekki fullyrða, að án jarðhitans hefði Þorpið í skóginum aldrei orðið að því sem varð. Lengi vel var jarðhitinn ekki til mikils gagns, svo sem, nema til þvotta eða baða. Hann þótti jafnvel að sumu leyti til óþurftar, enda varð hann stundum búfénaði að aldurtila.
Nýting hveranna til húshitunar hófst með því fyrsti læknisbústaðurinn í Laugarási var hitaður upp og síðan hófst nýting til ræktunar í gróðurhúsum árið 1940 og eftir það varð ekki aftur snúið. Árið 1964 tók Hitaveita Laugaráss til starfa.
Nú tel ég mig vera búinn að ná nokkurveginn utan um nýtingu jarðhitans í gegnum síðustu öld, í það minnsta og opna því fyrir það efni sem að þessu lýtur.
Tveir kaflar um nýtingu jarðhitans hafa þegar verið birtir:
Nýting jarðhitans í Laugarási og Hitaveitan í Laugarási frá 1964 til 1980.
Nú bætist tvennt við:
Hitaveita Laugaráss 1980-2002
Samantekt, sem byggir á því sem skráð hefur verið í fundargerðabækur, og
„Þetta er náttúrulega orðið mitt ævistarf, þessi ósköp.“
sem er viðtal við Benedikt Skúlason, sem starfaði við Hitaveitu Laugaráss, sem gæslumaður og síðar veitustjóri, frá árinu 1980 og þar til veitan varð hluti af Biskupstungnaveitu árið 2002.
Í dag er síðasti vetrardagur og ekki seinna vænna að koma frá einu verkefna vetrarins, en það er að stofni til viðtal við höfðingja að nafni Sigurður Sigurdórsson, sem fæddist í Götu í Hrunamannahreppi árið 1933 og fór síðan sína leið í gegnum lífið, þar sem hann enn brunar áfram með bæði húsbíl og fellihýsi. Ég hitti hann fyrst þegar brúarljósin voru tendruð í lok október s.l. og í framhaldinu settumst við niður heima hjá honum. þar sem hann sagði mér frá sumrinu 1953, þegar hann starfaði við að hefja byggingu brúarinnar yfir Hvítá hjá Iðu.
Nú þykist ég vera kominn með þetta verk á þann stað að óhætt sé að opna fyrir það í þessum vef. Sem fyrr vil ég gjarnan fá ábendingar um það sem réttara kann að reynast, ekki síst um allt fólkið sem kemur við sögu.
Það er ekkert víst að umfjöllun um þetta upphaf brúarsmíðinnar ljúki með þessu þar sem ég hef fengið vísbendinu um að minnsta kosti einn hressan karl til viðbótar, sem mun búa yfir sérlega góðu minni - hver veit?