Eigendur fyrsta læknissetursins

Því verður ekki á móti mælt, að fyrsta læknissetur í Grímsnesslæknishéraði, síðar Laugaráslæknishéraði, var í Skálholti. Þar var það frá árinu 1899 til 1922. Þá var Árni Thorsteinsson, landfógeti eigandi jarðarinnar og læknirinn, Skúli Árnason, leiguliði og stundaði búskap á hluta jarðarinnar auk læknisstarfanna.

Nú hef ég opnað fyrir samantekt á eigendasögu Skálholtsjarðarinnar, þangað til hún komst í eigu ríkisins seint á árinu 1935.

Eigendur Skálholtsjarðarinnar

Myndina sem fylgir, tók Guðfinna Hannesdóttir (28.12.1906-15.01.2008) og hún er vistuð á Héraðsskjalasafni Árnesinga.