2001 - 2018
Á þeim árum sem hér er um að ræða má segja að sú tilhneiging hafi farið vaxandi að ný hús sem byggð voru, voru svokölluð frístundahús og það urðu einnig örlög þeirra húsa sem voru seld á þessum tíma. Í kringum hrunárin stöðvaðist öll uppbygging og hús, sérstaklega í Bæjarholti, sem byrjað var að reisa í upphafi aldarinnar, stóðu sum hálfköruð að nokkur ár. Svo fór landið að rísa aftur og fólki tók að fjölga á ný í Laugarási .